Til aðstandenda

Kæru aðstandendur

Nú er jólahátíðin að ganga í garð með talsvert öðru sniði en við erum vön.  Hér á Grund fengum við dýrindisfiskisúpu í hádeginu og nú fer fólk að undirbúa sig fyrir guðsþjónustu sem verður sjónvarpað á deildarnar kl.16.  Síðan setjast allir að sameiginlegu borðhaldi kl.18 þegar klukkur hringja inn jólin. 

Heimsóknargestir eru nú að koma í hús og njóta samveru með sínum þó það sé bara stutt stund, þá gerum við það besta úr þessu.

Allir hafa verið skráðir og biðjum við ykkur að virða það að einungis tveir gestir mega koma til hvers heimilismanns. Vinsamlega tilkynnið komu ykkar, hvort sem er við dyravörð eða í dyrasíma.   Eins viljum við biðja ykkur að fara beint á herbergi og bíða þar eftir ykkar ástvini.  Ef þið þurfið að ná tali af starfsmanni þá bðiðjum við ykkur að hringj aí okkur en ekki staldra við á leið inn eða útúr húsinu.   

Við sjáum fram á að geta byrjað að bólusetja heimilisfólk milli jóla og nýárs og er það nú allra besta jólagjöfin sem við gátum fengið.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gott nýtt ár og enn og aftur takk fyrir ykkar frábæra stuðning  á þessu skrítna ári 2020.

Mússa