Fréttir

Hnoðri heimsækir dýralækninn

Dagbjört og Steinunn Svanborg í Bæjarási fóru með Hnoðra í árlegt eftirlit til dýralæknis á Selfossi. Hnoðri, sem er að verða 12 ára, stóð sig með prýði, var stilltur og heyrðist ekki múkk frá honum. Hann fékk b-vítamín og ormalyf og svo þarf að passa upp á að hann fái nóg að éta því hann hefur aðeins lést.

Föstudagar eru kjóladagar

Á meðan Covid fárið stóð sem hæst og smitvarnirnar voru í algleymingi sátu þær á spjalli yfir góðum kaffibolla, Hulda Bergrós ritari og heimiliskonurnar Rúrí og Ragna. Talið barst að þessum skrítnu tímum sem við lifum á og hvað það væri mikil synd að eiga öll þessu fínu föt hangandi inn í fataskáp og geta ekki notað þau Hulda Bergrós kom með þá tillögu að þær myndu gera sér dagamun á föstudögum klæða sig upp í kjóla og jafnvel skreyta sig með perlufestum. Þetta gerðu þær stöllur alla föstudaga. Gleðin smitaði út frá sér og t.d. hefur iðjuþjálfunin tekið upp á því að mæta í kjólum á föstudögum.

Páskaungar og lituð egg með naglalakki

Krúttlegir páskaungar vöktu mikla lukku í Vesturási nú fyrir páskana. Þá var sett upp hálfgert “tilraunaeldhús” þar sem egg voru skreytt og lituð með laukhýði og naglalakki. Það var bara nokkuð almenn ánægja með útkomuna.

Páskaeggjabingó í Ási

Það var nýlega boðið upp á páskabingó í Ási. Veglegir súkkulaðivinningar og frábær stemmning.

Út í stilluna

Þegar veðrið er stillt er um að gera að anda að sér fersku lofti. Og það gera heimilismenn og starfsfólk í Ási þegar hægt er. Þá kemur nú þessi rauði fíni fararskjóti sér vel.

Ferfætlingarnir vöktu lukku

Það vakti mikla lukku þegar Erla ræstingastjóri í Ási kom með litlu ferfætlingana þá Sleipni og Kol í heimsókn í vinnuna

Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Hátíðaguðsþjónusta aðfangadag

Jólatréð í stofu stendur

Um helgina var jólatréð í Bæjarási skreytt

Hjónabandssæla með kaffinu

Ylvolg hjónabandssæla úr ofninum í Ási